Já… mér finnst hann allveg fínn gítarleikari en mér finnst hann ekki það merkilegur gítarleikari. Aðallega bara vegna þess að ég er að hlusta meira og fókusera á örðuvísi tónlist og örðuvísi gítarleik :D
Mér finnst Jimi hendrix ekki eiga skilið að vera kosin eitthvað besti gítarleikari heims… hef oft pælt í því ekki var hann að gera einhver mega solo og geðveikt erfið riff… hann samdi samt allveg flotta tónlist sem enginn byrjandi gæti spilað.
"Já… mér finnst hann allveg fínn gítarleikari en mér finnst hann ekki það merkilegur gítarleikari. Aðallega bara vegna þess að ég er að hlusta meira og fókusera á örðuvísi tónlist og örðuvísi gítarleik :D"
Ég útskýrði meira að segja afhverju… en þú lætur það líta út fyrir að ég sé að alhæfa eitthvað hérna… :S
Sko miðað við standart í dag er Jimi Hendrix ekkert rosalegur. En á þeim tíma sem hann var uppi þótti hann vera framkvæma svartagaldur miðað við forvera sína sem flokkuðust undir “gítarhetjur”. Hann byrjaði að bjaga gítarinn sinn meira en tíðkaist. Byrjaði að semja þyngri og háværari riff. Sóló urðu meira töff og hann gerði bara gítarinn að þessu front hljóðfæri sem það er í dag.
Maðurinn ætti ekki roð við marga gítarleikara í dag. Málið var að þessi maður var langt á undan sinni samtíð með allt, hæfileika, sviðsframkomu, eyra fyrir sándi og bara overall músik hæfileika.
Þannig ef þú ætlar að setja Jimi Hendrix í nútímann og miða hann við snillingana í dag. Þá getur allveg eins gefið smábarni riffil og skipað því að fara í áhlaup með her.
Af hverju Jimi Hendrix? Ég tel mig ekki vita mikið um gítarleik en ég myndi halda að hann hafi bara verið innovator en ekki með færustu gítarleikurum ever eins og svo margir halda.
Við vitum það báðir að það er hægt að gera það á vinsamlegri hátt. :) Hvað er þetta, ég spjallaði við þig hérna fyrir stuttu og þá kom okkur mjög vel saman. Kannski hef ég bara misskilið þig.
ÉG heyrði nú að Slash hefði lært á klassískan gítar frá einhverjum, ég veit svosum ekki hvort það sé bara vitleysa en það er nú sammt ekki allveg beint það sama og vera sjálflærður.
Til gamans má geta að honum þykir það vænt um gítarinn sinn að hann bókar sæti fyrir hann þegar hann flýgur á milli landa og bókar hann sem “Mr. G. Ibson”.
Steve Howe er flottur gaur! Gibson, Line6 og fullt af öðru signiture dóti… Hann á líka sérsmíðaðan kassagítar sem einhver random þjóðverji gerði handa honum… einn af uppáhalds gíturunum hans.
Gunnar Jökull hét hann en besti trommari sem Ísland hefur átt hann var í Trúbrot og Flowers. Gunnar varð fyrstur trommuleikara í heiminum til að spila svokallað tvöfalt bít. En það gengur út á það að spila tvo trommutakta í einu. Það hafa margir frægir trommuleikar reynt að leika tvöfalt bítið hans Gunnars með misjöfnum árangri og lýsti meðal annars Lars Ulrick trommuleikari Metalica að Gunnar Jökull væri uppáhalds trommarinn sinn
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..