Ég skil þig. Ég var alveg rosalegur Slipknot fan hérna í den (gelgjuskeiðið) og dreymdi alltaf að eiga tveggja bassatrommusett með eins uppstillingu og Joey. Núna finnst mér það hinsvegar bara silly hvernig ég hugsaði þetta.
Ég myndi aldrei vilja eiga tveggja bassatrommu sett, ALDREI. Þær eru bara fyrir manni. Jaska Raatikainen, trommari Children Of Bodom hefur alveg mjög skemmtilega hraða bassatrommufætur sem og stöðuga og hann segist aldrei hafa notað 2 bassatrommur, hvorki við upptökur né live.
Svo er uppstillingin á þessu bara not my thing, 1 stykki tom mountað uppúr bassatrommunni með svartri stöng, eitt það asnalegasta sem ég hef séð. Þetta eyðileggur lookið á settinu.
Svo myndi ég hreint og beint _ekki_ treysta Pearl export dæmi. Allavega heyri ég gífurlegan mun á trommusoundinu á Disasterpieces og svo Subliminal Verses. Það er eins og Ying Og Yang, flott og ljótt.