Ja, hann er byggður á 1960 módelinu en ekki 100% endurgerð. Þegar ég segi “gömlu” þá á ég við áður en þeim var breytt. T.d. stendur Les Paul Classic á hausnum á þeim í dag en á þessum eldri stendur Les Paul Model (er ekki að tala um plastplötuna sem hylur endann á hálsstönginni heldur það sem stendur á hausnum sjálfum) og síðan fór Gibson að setja þetta ósmekklega græna “inlay” á gripbrettið.
Hvaða hvaða… ekkert að þessu “græna” inlay-i… ég persónulega fíla það… er mað 2005 módel af classic og finnst þetta frábært hljóðfæri og fíla lookið svakalega… Það sem fer mest í mig er þetta 1960 ártal á scratch-plötunni…. enda fékk hún að fjúka hjá mér… (meiri slash fílingur í því) ;)
Kannski fíla ég þetta græna inlay því að það er svo ólíkt inlay-inu á Custom-inum mínum :)
En allt er þetta persónulegt álit mitt….
Til hamingju með þennan fallega gítar…
Veistu nokkuð hvort það eru aðrir pickupar en orginal eða er bara búið að setja chrome cover á open-coil pickupana sem koma á classicnum?
Góð spurning, með pickupana. Ég trúi ekki að ég hafi ekki tekið eftir þessu. Svar óskast!
Hvernig finnst þér annars að stilla þennan gítar? Það hefur alltaf verið erfitt og oft ómögulegt að fá minn almennilega réttan. Hann er kannski réttur í einu gripi en falskur í öðru. Ég hef alltaf passað að hafa hann réttan innbyrðis en það hefur ekki dugað. Ég á nokkra aðra gítara og er ekki í vandræðum með að stilla þá. Ég myndi nota Classic-inn meira ef ég gæti stillt hann fullkomlega vegna þess að hann hljómar einstaklega vel. Síðan helst hann ekkert sérlega vel stilltur a.m.k. ekki miðað við Stratocasterinn minn. Hvernig hefur þinn gítar reynst í þessum efnum?
Minn hefur haldist mjög vel og alls ekki falskur en hann er samt ekki eins stöðugur og Custom-inn finnst mér… Helsti akkilesarhællinn eru tuner-arnir tel ég og hef lesið nokkuð um það… Þessir Green Key tunerar eru ekki eins góðir og t.d Grover sem hægt er að finna á Standard og Custom… Margir sem skipta þeim út… en þeir ættu samt ekki að hafa áhrif á að sum grip séu fölsk og önnur ekki…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..