Ég kýs Remo fram yfir flest og Remo pinstripe fram yfir allt annað. Í öll þau ár sem ég hef spilað þá hef ég aldrei notað annað en Remo Weatherking coated ambassador á snerilinn. Ég byrjaði hinsvegar að nota Remo pinstripe fyrir u.þ.b. 4 - 5 árum, fyrir það var ég með Evans Genera2 skinn og þau voru ágæt.
Ég myndi ráðleggja þér að fá headphones sem þétta vel að eyrunum, eins og t.d þessi sem ég er með þ.e.a.s. Vivanco DJ heyrnartól. Þannig heyrirðu vel í klikktrakkinu (taktmælir / metronome) þegar þú ert að æfa, sama hversu hátt þú spilar eða ert að spila eftir uppáhalds lögunum þínum etc.
Þegar ég er að stilla trommurnar er þægilegt að hafa hverja skrúfu merkta með tölu svo ég viti nákvæmlega hvert ég er kominn í röðinni. Venjulegir snerlar eru með 8 skrúfur og er það nógu ruglingslegt fyrir. Ég er hinsvegar með handsmíðaðan 10 skrúfna sneril þannig að þetta er einföld og þægileg leið til að ruglast ekki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..