til að svara spurningu þinni með hælinn.
Þá er það persónubundið. Steve Vai ólst upp á að spila á strat gítara og Ibanez RG gaura. Þetta er bara eitthvað sem sest í vana hjá manni. Ég ólst upp með SG og þar er náttla frekar easy fret access, mér fannst þannig frekar mikil tilbreyting þegar ég fékk JEM-inn. Svo bara með tímanum var þetta jafnvel skemmtilegra. Því þetta víkkaði hæfni manns á gítar. Það sem ég meina með því að maður ætti að venja sig á sem flestar tegundir gítara til að geta gengið að hverju sem er…segjum sem svo að þú sért að spila á tónleikum og gítarinn (þessu tilfelli SG) þinn klikkar og þú ert ekki með auka. Þannig að þú færð lánaðann Strat hjá einhverjum öðrum. Þá er gott að vera búinn að æfa sig á strat til að vera viðbúinn hælnum og hálsinum og fleira.
Þannig að þessi hæll ætti ekki að trufla þig. Það á bara eftir að taka þig tíma að aðlaðast honum. En svo er hinsvegar ekkert hægt að gera í því ef þú fýlar ekki þennan hæl.
En með þennan gítar….þá ertu að gera allt annað en mistök þegar þú kaupir hann. Ekkert nema galdratæki fyrir fingurnar á manni ;)