Það er í lagi að tjá sig ef maður veit eitthvað um málið en að alhæfa að eitthvað sé “rugl” er ekki beint góður hugsunarháttur.
Þessar trommur mynda mörg stök trommusett sem Mike hefur notað yfir sinn tónlistarferil. Ég hugsa með mér að allir trommuleikarar noti fleiri en einungis 1 trommusett yfir alla sína ævi sem atvinnutrommuleikari. Hann hefur einmitt skipt nokkrum sinnum.
En þegar hann skiptir, á hann þá bara að henda mörg hundruð þúsund krónum? Það væri mun meira vit í því að geyma það, nota það heima hjá sér þegar main settið hans er á tour, í stúdíói í upptökum eða annarsstaðar.
Þú hlýtur að skilja þægindin í því. Þess vegna er ekki mjög mikið “rugl” að hafa fleiri en eitt trommusett. Það getur bara verið alveg ótrúlega hentugt.