Já, ég og vinur minn ákváðum að gera þetta við Squier-inn minn.:)
Tókum svona Geomac segladót sem bróðir minn átti og byrjuðum bara á því að setja þetta hjá brúnni (sem er eins og íslenski fáninn ef maður fer nánar út í það) og svo héldum við bara áfram að raða þessu á gítarinn og settum einnig eitthvað drasl sem fylgdi með Geomac á (t.d. þessa bláu kassa og grænu þríhyrninga).
Því miður þá gat ég ekki spilað með hann uppréttan því þá myndi allt draslið detta af fyrir utan íslenska fánann þar sem Geomac-ið var seglað á brúnna þar og helst því betur á.
Stefni á það að setja bara íslenska fánann hjá brúnni og setja lista eða eitthvað í kringum það til að halda því stöðugu:)