frekar margar spurningar sem ég þarf að svara,
vinurminn er sá sem sendi inn hina myndina og hann fékk ser magnarann á eftir mér,
þessi magnari er á 350$ á music123 og er 200w,þið getið líka lesið þar um magnarann en mér finst mjög gott sound í honum miða við verð(þetta er engin jcm 800). boxið fékk ég í tónabúðinni (þar sem samspil nótan var áður) því þá gat ég fengið magnarann með flugi og staumbreytirinn var á um 8-9 þús kall í glóey. Það er reyndar aðeins of mikill bassi í þessu boxi þannig ég mæli með að kaupa Kustom boxið.
Ég brendi gítarinn minn með zippó til að byrja með og var að leika mér að spila á hann á meðan, síðan byrjaði ég að leika mér að nota benzín líka… átti myndir af því þegar ég var að spila með hann logandi en þær glötuðust, síðan brotnaði búkurin í tvent en ég gat samt enn spilað á hann. Þetta er algjör drasl gítar sme ég gæti öruglega ekki fengið neitt sérstakt verð fyrir og ég ætla að gera hann upp þannig það verður hægt að spila á hann en aðalega upp á útlitið og fönnið :P
sendi inn mynd um leið og hann verður tilbúin en það er ekkert á næstunni :D
Sg-inn fékk ég á fínu verði á e-bay nánast nýjan en hann kostar um 1000$ á music123 (það var ein mjög lítil rispa á honum sem tók mig langan tíma að finna)
Fenderinn er fínn… strengirnir frekar stífir en það gerði puttana á mér bara sterka og léttara var að spila á aðra gítara, síðan er líka hægt að plugga honum í magnara og þá ertu kominn með skít sæmilegan ramagnsgítar :P