Já, okey. Ekkert að því að vilja að fólk tali góða íslensku, ég er allveg sammála því.
En þú verður líka að taka tillit til þess að þetta er internetið og fólk er ekkert alltaf að taka tillit til málfræðireglna. Það ætti það vissulega, en það er lítið sem maður getur gert til að stoppa það.
Það er einmitt það sem ég var að hugsa þegar þú sagðir “Var gítarinn stolinn?” þá hugsaði ég að þú skrifaðir þetta vitlaust og áleit að þú hafðir bara gert þetta óvart í fljótfærni og sagði þessvegna ekki neitt og svaraði bara spurningunni þinni. Maður verður að taka tilllit til fólks, það er ekki alltaf vegna þess að maður “heldur að þetta sé rétt skrifað” það er oftast vegna t.d. fljótfærnis.
Þessvegna fattaði ég ekki að þú varst að meina þetta fyrst, ég vissi ekki að þú varst að reyna að benda á að ég skrifaði það vitlaust. Vegna þess að ég hélt að þú hafðir skrifað þetta vitlaust þegar þú svaraðir mér og allt fór einhvernvegin úr samhengi eftir það.
En aaanywho, ég virði það allveg að þú ert að leiðrétta þetta en næst væri kannski betra að koma því betur frá sér en að segja einfaldlega bara “Var gítarinn stolinn?”. Segja frekar t.d. “Á maður ekki frekar að segja ”gítarnum var stolið“ en ekki ”gítarinn var stolinn“?”
Það hefði komið í veg fyrir allan misskilning.
:D eins og þú sérð þá geta allir gert mistök :P