Það er meiri fágun í þessu hjá þér núna. Mér finnst virkilega skemmtilegt hvernig þú nærð að copya metalconceptið, t.d left og right china. Núna kemur annað hljóð úr mér, skemmtilegt og flott sett með skemmtilegri uppstillingu. Ég sé að þúrt búinn að plögga heyrnartól þarna einhversstaðar sem þýðir einfaldlega það að þú ert for real.
Mætti ég spyrja hvort þú sért að læra á trommur/slagverk í tónlistarskóla eða hjá einhverjum menntuðum kennara? Hvort þú sjáir fyrir þér einhverja framtíð í trommunum, svosem FÍH, háskólagráður, sessionismi etc. ?
En … af hverju í ósköpunum piccolo snerill? Ég býst ekki við að þið metaltrommuleikarar séuð mikið að spá í fusion/funk/folk/jazz/latin dæmi … en kúabjöllur + piccolo bendir til að þú sért ef til vill að þreifa þig áfram í “hæfileikaríkari tónlistarstefnunum”.
Það væri gaman að spjalla við þig um trommuconcept og hvernig þú hugsar þetta einhverntímann. Ef þú hefur áhuga á að rabba endilega láttu mig vita.