Áður en ég skipti yfir í lampana var ég með 130 Watta Marshall 2x12 combo sem hélt alveg í við hljómsveit, spurning hvort hinn gítarleikarinn þurfi ekki að lækka eða hvort eq-ið hjá þér sé einfaldlega ekki að “cutta” nóg..
Aukabox við magnarann gæti líka hjálpað, því þá eru keilurnar hjá þér að hreyfa meira loft og þar af leiðandi að framkalla meiri hávaða, en ég er ekki kominn nógu djúpt í magnara/hátalara pælingar til að vita hvernig það fer með soundið sem úr magnaranum kemur að öðru leiti..