LTD gítarar eru framleiddir FYRIR (ekki “AF”) ESP í Kóreu og Indónesíu. Rétt eins og Epiphone eru framleiddir fyrir Gibson í Kóreu og fleiri löndum og Squier eru framleiddir fyrir Fender í Indónesíu.
Ég hef ekkert heyrt um það að neitt af stóru amerísku og japönsku fyrirtækjunum eigi Kóreuverksmiðjuna sína, Samick og Tokai og fleiri aðilar framleiða þetta fyrir þau.
Tengslin eru þau sömu og hjá Gibson og Epiphone, en netverslanir og LTD eigendur gera í því að rugla þessu saman, sem veldur þessum misskilningi að tengslin séu eitthvað sterkari..
ESP fyrirtækið stendur á bakvið alveg haug af svona undirmerkjum,
Navigator (hágæða customshop græjur),
ESP (customshop og toppenda verksmiðjuframleiðsla),
Edwards (japönsk verksmiðjuframleiðsla, aðallega eftirlíkingar sem mega ekki fara útfyrir Japan),
LTD (kóresk og indónesísk verksmiðjuframleiðsla, allt frá þokkalega góðum vörum niður í mjög ódýrt),
Grassroots (svipuð gæði og LTD held ég, en meira af eftirlíkingum sem þeir mega ekki selja utan Japans) og
X-tone (hollowbody gítarar í öllum verðflokkum)
Það má líkja þessu við Coca-Cola company .. fyrirtækið heitir Coca-Cola, og framleiðir líka drykk sem heitir Coca-Cola, en Coca-Cola nafninu er samt ekkert troðið á Sprite og Fanta og alla hina drykkina…