Ef þú ert héðan af höfuðborgarsvæðinu skaltu kíkja niðrí Hljóðfærahús og prufa samskonar bassa ef þeir eiga, þá ekkert endilega Geddy Lee bara einhvern Fender Jazz Bass þá, það ætti að skýra aðeins út muninn, slatti munur á hljóði nefninlega.
http://www.tonabudin.is/notadbassar.htm en jazz bassinn þarna er með þeim bestu sem ég hef prufað (bassakennarinn minn á hann, er ekki að selja því hann var óánægður. hann er bara fíkill og mikið fyrir að skipta um bassa og prufa eitthvað nýtt)
ég á Fender Higway 1 P-Bass. Hata hann. væri löngu búinn að selja hann ef mamma bara leyfði mér það. En hún lánaði mér samt til að kaupa mér Peavey Axcelerator 5 sem kunningi minn var að selja.
Fender koma voða sjaldan með nýjungar. Einbeita sér alltof mikið að því að reyna að gera hljóðfærin sín eins og þau voru í gamla daga, í staðin fyrir að vinna að nýjungum.
Precision bass : alveg BOOOOM bassi í honum og er mjög feitur og mun humma smá því að pickuppinn er ekki humbucker.. hann er með feitari háls og auk þess er bodý-ið jafn þykkt allstaðar ekki dregið inn á sumum stöðum eins og er oftast í dag.. 2 bita stóllinn (bridge) er algjört innbyrðis stillingar helvíti og mun hann því alltaf vera smá falskur..
Jazz Bass : Flott hardware á honum öllum.. pickuppanir eru aðeins svona máttlausir en það skiptir engu ef þú ert með góðan magnara.. meiri treble sound og þægilegri háls fyrir allavegana flesta.. ég myndi kaupa hann..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..