Flottur! Þrusugítar og prýðismagnari (sem æfingamagnari allavega).. er búinn að vera að spá í að fjárfesta í einum Spider 212 til að hafa heima (og hann er þá líka nógu stór til að kippa með sér ef maður kæmi sér upp sideprojecti)
Það var einmitt það sem ég var að hugsa, 2x12 combo með transistorakraftmagnara.. ágætis millistig, nógu lágvær til að hafa heima (og soundar bærilega án þess að vera að botna hann), en samt nógu hávær fyrir æfingar ef á þarf að halda. Átti Marshall Valvestate (gömlu týpuna, ekki AVT) 2x12 combo sem ég seldi þegar ég keypti Silver Jubileeinn, en vildi óska að ég hefði ekki þurft að selja hann, því hann var í minningunni alveg frábær allrahandamagnari.
Já, eldri Valvestate voru fínir. Er ekki mikið fyrir AVT-ana. Var einmitt að spila með náunga sem var með slíkann, og spiderinn er að öllu leiti betri. Hann var með 150W AVT.
Síðan finnst mér mjög gott með Spiderinn að hann soundar bara betur eftir því sem maður crankar hann meira, sem er öfugt á við marga solid state magnara.
Flottur gítar já, og ég á eins magnara og mér finnst hann mjög fínn. Er reyndar að spá í að fá mér lampa í staðinn en þessi er frábær í millitíðinni :D
Reyndar er mér farið að finnast EMG pickupparnir vera leiðinlegir. Allavega EMG-81 sem ég er með í neck og bridge á mínum gítar. Það er eitthvað við þá, finnst núna Seymour Duncan og DiMarzio meira spennandi.
Ef þú vilt “keep it simple” með að skipta um pickuppa í 81-útbúna gítarnum, spáðu þá í að setja EMG 85 í brú og 60 í háls. 81 pickuppinn er frekar þurr og flatur, en 85, 60 og ég held 60A líka (ef ekki prófað þann síðastnefnda en hann hlýtur að vera, alnico útgáfa af 60 sem er einhver líflegasti hálspickupp sem ég hef notað) eru alveg jafn líflegir og hverjir aðrir pickuppar á markaðnum.
Annars er ég ekki svona gaur sem verður að hafa EMG í gíturunum sínum, en ef þeir koma með EMG þá set ég aðra EMG í þá til að sleppa við að lóða :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..