Ég á annars vegar svona gítar, og hins vegar ESP Eclipse II, og ég átti þennan í næstum 3 ár áður en ég fékk ESP-inn, og hann er búinn að duga mér og ég fíla hann ennþá æðislega vel. Ég er ekki hættur að spila á hann eftir að ég fékk ESP-inn. Þetta eintak sem ég á er líka eitthvert undraeintak eða eitthvað. Ég fór einu sinni með hann uppí tónastöð til að fá Ómar til að kíkja á hann, og hann fílaði hann í tætlur, og hann umgengst mörg hundruð þúsund króna hljóðfæri á hverjum degi og sagðist fíla þennan betur en marga aðra. Þó svo að það séu ekki geðveikir pickuppar í honum, og kanski talinn sem byrjendagítar, þá eru þetta alveg ótrúlega góðir gítarar og rústa flestum gíturum í þessum verðflokki hvað gæði varðar.