Jújú, gítararnir eru inni á heimasíðunni, en eru þeir kallaðir ESP/LTD? Nei, þeir eru einfaldlega kallaðir LTD.
Þetta eru nefnilega yfirleitt einhverjir bjánar úti í heimi sem vilja troða ESP nafninu með. Verslanir sem notfæra sér þennan misskilning til að pimpa út ódýru gítarana með fínna nafninu, eða fólk sem á LTD en ekki ESP gítar en vill líta stórt á sig.
Ef þú ferð inn á heimasíðuna hjá fyrirtækinu sjálfu, þ.e.a.s. ekki ameríkudeildinni, (www.espguitars.co.jp) þá finnurðu Edwards, Navigator, Grassroots, og allt hitt draslið sem þeir framleiða líka. ESP vörumerkinu er hvergi klínt með.
ESP og LTD (og Navigator og Edwards og ég gæti haldið lengi áfram..) eru sitthvort vörumerkið, í eigu sama aðila, rétt eins og t.d. “SS” og “Búrfell”. Ef þig langar í skinku en ert að spara, þá kaupir þú þér “Búrfells” skinku, ekki “SS/Búrfell”. Þósvo fína merkið sé falið einhversstaðar á miðanum, þá breytir það því ekki að ódýrara merkið er það sem varan er kennd við.