Hérna eru öll hljóðfærin mín utan við Yamaha Skemmtara og einhvern drasl banjó.
Gítarinn lengst til vinstri mundi vera Washburn kassi með pickup.
Gítarinn í miðjunni er Yamaha klassískur frá 1973.
Gítarinn til hægri er Jay Turser Les Paul Wannabe útbúinn Dimarzio SuperDistortion í bridge og Dimarzio Paf Pro í neck. Dimarzio stillimótsöðum og Gibson rofa. Allir þessi partar: Pickuppar, rofinn og mótstöður voru annaðhvort ónýtt eða drasl eins og þetta kom frá framleiðanda svo ég skipti bara um rafkerfið í heild sinni og er mjög sáttur við það eins og það er í dag.
Magnarinn er Peavey Bandit 112. Þessi magnari er helvíti góður miðað við verð, óendanlega hávær en það er footswitch með honum sem ekki er á myndinni.
Trommusettið þarna bakvið er eitthvað ódýrt Verve Vibe Master sett ósköp lítið um það að segja.
Á gólfinu eru svo Boss Me-50 multieffect og Boss Overdrive/Distortion. Báðir þessi r effectar eru príðilegir.
Uppáhalds hljóðfærið mitt af þessum á myndinni er án efa Washburn kassagítarinn en hann nota ég mest og get ekki hugsað mér að vera án hans.