fékk digitalmyndavél að láni, datt í hug að senda eina mynd af draslinu mínu, eða
allavega eitthvað afþví, hingað.
Dean zx með einum 57' classic humbuck í bridge, set hinn í seinna, set líka takka
af sömu tegund en með gulllit og er að spá í að gullhúða eitthvað af hinu svona svo
að það sé flott þema á honum. Allavega ég keypti hann á music123 á 26þús með sendingar-
kostnaði og tolli, þufti að bíða í rúmman mánuð en það var betri kosturinn. Hinn kosturinn
var að kaupa hann á 67þúsund í rín. Ágætisgítar, hefði viljað reyndar hinn litinn
( http://electricguitar.50megs.com/X_zx.jpg ) sem var í boði.
Marshall valvestate 2000 avt 275, 150 watta stereo magnari með footcontroller.
Fínn magnari, en ef ég gæti farið til baka þegar ég keypti hann þá hefði ég skellt mér
á 100 watta dsl marshall haus og eitthvað fínt box með.
12 strengja Yamaha FG-512 kassagítar sem er í slæmu ástandi, þyrfti að taka mig til
og laga helvítið.
POD V2.0, keypti hann í USA fyrir 2 árum. Gaman að fykta í þessu en mæli ekki með
POD fyrir þá sem spila eingöngu metal.
Samick kassagítar, keypti hann á 18þúsund minnir mig fyrir langalöngu í gítarnum,
þegar hann var ennþá á laugaveginum, á einshverju “Svaka” tilboði. Ágætis gripur.