Ég tek undir það.. ef þú ert að spila opinberlega með hljómsveit þá ÞARFTU helst að eiga allavega tvo.. enginn nennir að sitja og bíða meðan þú þræðir streng í ef þú slítur, og ekki nennir þú að spila hálft gigg með fimm strengi!
Síðan koma inn þættir eins og mismunandi hljómur.. Mahony og Elrir gefa algörlega sitthvorn hljóminn, “byggingin” á gítarnum (setneck, neckthrough, bolt-on) breytir rosalega miklu hvað það varðar líka, að ekki sé talað um pickuppa.. mismunandi stillingar.. gítara með Floyd Rose er vesen að einusinni drop-d tjúna, hvað þá tjúna allan niður eða í einhverja opna stillingu, auk þess sem það fer betur með gítarinn að hafa hann alltaf með eins strengjum og í sömu stillingu, þósvo fæstir tími kannski að kaupa sér sér gítar fyrir drop-eitthvað stillingu, þá er það “eiginlega möst” fyrir allt niðurtjún…
Mín hugmynd um “hið fullkomna safn” samanstendur af fjórum Les Paul eða Explorer-týpum (live gítarar, tveir í E/Drop-D og tveir í D/Drop-C), einum bariton og/eða einum 7-strengja, einum Strat (eða svipuðum með þremur eingorma pickuppum eða HSS), einum (eða tveimur ef ég vil hafa fleiri en eina stillingu) með Floyd Rose, einum hollowbody/semi-hollow, einum bassa, einum góðum kassagítar fyrir upptökur og heimaglamur, einum tólf strengja og einum “hagkaupsgítar” fyrir útilegur og slíkt, og svo einum eða tveimur customshop gíturum í anda Les Paul eða Explorer til að nota í upptökur og spilerí heimavið milli þess sem þeir leika listaverk í stofunni :P ..þetta eru alveg 13-16 gítarar .. best að fara að spara :)