* Ebony lýtur betur en Rosewood
Smekksatriði
* Ebony er sleipari
Íbenholt er þéttara og því þarf minni fylli til að ná því sléttu. Yfirleitt er rósaviður notaður í fingraborð á almennilegum gítar það þéttur að munurinn er smávægilegur.
* Ebony er 11 sinnum dýrara en rosewood(ekki að það skipti máli)
Dýrara í innkaupum þarf ekki endilega að þýða meiri gæði þósvo það geri það í flestum tilfellum, getur jafnvel gert það að verkum að þú borgar of mikið fyrir hljóðfærið ef það er sett á “of ódýran” gítar. Getur líka gefið þér útkomu eins og með samanburð á bolt-on/neckthrough, ef þú ert með tvo jafn dýra gítara, annan bolt-on en hinn neckthrough, þá er líklegt að boltoninn sé betri. Líklegt er að $1500 gítar með rósaviðarborði sé í heildina ögn betri en $1500 gítar með íbenholt borði.
* Inlay koma betur út á ebony
Smekksatriði
* Ebony þornar ekki eins svakalega og rosewood
Rangt. Íbenholt hefur tilhneigingu til að ofþorna og springa, fingraborðið á Explorernum mínum var t.d. sprungið þegar ég fékk hann (örsmáar sprungur sem hafa samt engin áhrif á playability), en ég hef aldrei séð slíkt á rósaviðar fingraborði
* Ebony kemur betur út á löngum hálsum
Enn og aftur, smekksatriði
* Ebony er 100% jafn gott í blús og jass eins og rosewood, samanber hlýr tónn
Íbenholt gefur hljóm um það bil mitt á milli rósaviðar og hlyns, s.s. ekki jafn hlýr og rósaviður, en þó hlýrri en hlynurinn og dreg ég því þá ályktun að íbenholt henti því betur á boddý með dýpri hljóm (mahoný) en rósaviðurinn á skærari boddý (t.d. elrir). Enn eitt smekksatriðið
hér er ástæða fyrir því að ibanez notar ekki ebony:
If you use an automated fret installation system that rams the frets down into the fingerboard there is a very good chance you will split the ebony - Ibanez eru jú nánast búnir til í vélum frá A - Ö
ég á Ibanez með Rosewood og ESP með ebony og sorry kallinn ég ber það ekki saman…
Hvað er mikill verðmunur á þessum gíturum? Getur ekki verið að það sé meira en bara efnið í fingraborðinu sem gerir ESPinn betri?
http://www.edroman.com/rant/ebonyfretboards.htm
Ed Roman á að taka með hæfilegri alvöru. Hann hefur mjög stífar skoðanir þegar kemur að hljóðfærum. Hann er mjög fanatískur og heldur því fram að allt sem hann fílar ekki sé rangt. Hann er t.d. mjög á móti japönskum gíturum (þ.a. ESP og Ibanez eru bara stórt nei í hans augum) og eins gíturum með 22 bönd.