Dmitri
Vegna skorts á myndum hendi ég inn einni enn af draslinu mínu.. Þetta Squier sem ég hirti fyrir slikk og málaði í þvottahúsinu heima. Lélegur gítar, en það er skemmtilegur fílingur yfir honum. Litavalið er byggt á gamalli Lödu sem ég átti einusinni. Ysta lagið er í nákvæmlega sama lit (caterpillargult Kraft lakk frá Málningu) og bíllinn var, og til að ná rétta fílingnum þá skellti ég því á með rúllu, því þannig var skrjóðurinn málaður á sínum tíma.