Kannski voru þeir nokkrir, en örugglega ekki margir því Kirk er með einkarétt á myndinni (eða þ.e.a.s. þessari útfærslu af upprunalega Mummy plakatinu)
Hann átti líka annan M-II custom með andaglas (Ouija board) grafík sem átti að verða signature gítar en gaurarnir sem hönnuðu andaglasborðið sem grafíkin var gerð eftir fengu lögbann á það eftir aðeins um 50 eintök (þetta var víst svo nákvæmt að prentvilla sem var á upprunalega spjaldinu var líka á gítarnum).
Og svo við höldum áfram með ESP sigga og kærumál, þá gáfu ESP út Jeff Hanneman signature gítar með SS-style S-i sem inlay sem var stoppaður eftir nákvæmlega 60 eintök (12 ESP og 48 LTD) vegna þess að Gyðingar eða Þjóðverjar einhversstaðar urðu alveg brjálaðir yfir tengingunni við nasismann.
ESP hafa átt marga gítara sem hafa lent í kærumálum, flestir þekkja söguna af EXP gítarnum sem nú er aðeins fáanlegur í Japan sem custom pöntun undir heitinu MX-250. Gibson neyddu þá líka til að breyta Eclipse boddýinu fyrir Ameríkumarkað vegna þess hve líkt það var Les Paul, þ.a. kanarnir fá annan (og ljótari IMO) Eclipse en við hin. Þeir geta engan af Flying-V gíturunum sínum selt í Ameríku nema Dave Mustaine signaturegítarinn af sömu ástæðu.