Ken Lawrence er bassasmiður frá Kaliforníu, sem sérhæfir sig í mjög “fancy” útlítandi hljóðfærum. Einhverntímann fyrir tæpum 10 árum síðan lét James Hetfield hann smíða fyrir sig gítar, nánar tiltekið Explorer með Chechen topp og “hunting scene” inlayum, og síðan þá virðist sem hann hafi þurft að smíða fleiri Explorera en bassa.
Óþarflega margir panta sér nákvæmlega eins Explorera og Hetfield á, sem er sorglegt, því hvað er gaman við að panta sér “custom” hljóðfæri ef það er svo bara nákvæm kópía af einhverju sem einhver annar á?
Ef ég verð einhverntíman ríkur (og KL verður ekki búinn að gefast upp á Explorerum útaf brjáluðum Metallica aðdáendum) þá myndi mig langa í einn, annað hvort see-through svartan eða með einhverjum mjög dökkum exótískum við á toppnum og eitthvert ragnaraka þema í inlayunum á íbenholt (ebony) fingraborði.
Hér eru nokkrar myndir af KL bössum:
http://www.station-music.de/images/bass/instrumente/klaw_assoweng.jpghttp://www.guitarchina.com/news/newspic/20041223_094054_19722.jpghttp://www.bassalone.com/images/lawrencebrase6maple_01.jpgog fleiri Explorera frá honum er að finna á
http://www.guitarsatbmusic.com.au/esp/readersrigs/index.htm Þar á meðal eru allir fjórir sem fyrrnefndur Brian á, og allavega einn ef ekki tveir sem eru nákvæmar kópíur af fyrsta Hetfield KL-explorernum.
Einhversstaðar las ég að Lawrence væri að vinna að Les Paul fyrir Hetfield, og að Brian væri að pæla í að láta hann smíða gítar með enn annari lögun (minnir að hann hafi verið að hugsa um einhversskonar V), sem verður spennandi að sjá.