Ég á mjög erfitt með að lýsa tónlistinni því hún fellur eiginlega ekki undir þessa týpísku categóríur. Við erum samt komnir með fullt af efni og erum búnir að vera slatti aktívir í að semja undanfarið. Ef ég ætti að benda á einhverja áhrifavalda þá detta mér helst í hug Deftones, Incubus og fleiri. Auðvitað að ógleymdum gömlu metalböndunum eins og Metallica, Pantera ofl.
Æfingahúsnæðið er í Mjölnisholtinu þar sem fullt af hljómsveitum eru með aðsetur. Leigan er 17000 kall á mánuði. Undanfarið hefur skipulag æfinga einfaldlega verið með þeim hætti að við mætum þegar við getum, sem er oftast nokkrum sinnum í viku. Við erum þrír í bandinu núna, ég(gítarleikari), trommari og söngvari,sem hefur verið á bassanum til að leysa af en við þurfum nauðsynlega einhvern annan ef þú veist hvað ég á við ;)
Endilega hafðu samband og kíktu á æfingu, bara til að athuga hvort að þú fílir þetta…no strings attatched.