Vaskur er alltaf sama prósentan. 24.5%
Það er enginn tollur af hljóðfærum, en aftur á móti er frekar kostnaðarsamt að borga bæði vsk. og flutningskostnað.
En einnig minnir mig að ef hluturinn er yfir 25.000kr að verðmæti, þá þarf að borga eitthvað meira, en ég man það ekki alveg í augnablikinu.
Segjum að þú pantir gítar á 100.000kr frá Bandaríkjunum, þá leggst ofan á það flutningskostnaður sem getur verið lygilega mikill, við skulum segja í þessu tilfelli 10.000kr.
Þá er þetta komið í 110.000 og svo leggst vsk. ofan á þetta svo þú endar í tæpum 137.000kr.
Þú getur skoðað þetta á www.tollur.is og einnig getur þú hringd í tollinn og forvitnast um þau gjöld sem þarf að borga.