Sæll, og þakka þér fyrir að svara. Þú ert sá eini hingað til.
Ég geri mér grein fyrir að Hugi er sennilega nánast eingöngu vetvangur fyrir ungt fólk, og fæstir eru sjálfsagt til í að spá í svona gamlan fausk. Eins og ég sagði, þá er ég alveg til í tuskið og til í að spila með hverjum sem er. Satt að segja gengur mér miklu betur að umgangast mér miklu yngra fólk heldur en jafnaldra mína. Ég hef ekki mikið fengist við að spila við þessa tegund tónlistar sem þú nefnir, en ég er alveg til í að prófa og sjá hvað gerist. Ef okkur tækist að ná í bassaleikara og jafnvel hljómborð til að jamma með okkur, væri gaman að prófa.
Vona að ég heyri í þér.