Hraði
Ég var að spá í hvert ykkar álit hérna væri á hraðri hljóðfæraspilun??? Ég er sjálfur gítarleikari og var að velta fyrir mér hvort einhver hérna hefði eitthvað kynnt sér menn eins og Marcus Paus sem á að spila yfir 40 nótur á sekúndu þegar hann spilar sem allra hraðast eða Shawn Lane sem spilar mest rúmar 30.. Ég er ekki viss með Marcus hvað hann hefur verið að gera og mér þykir einstaklega mikið vesen að komast yfir eitthvað eftir hann en Shawn hefur spilað mikið fusion/djass og eitthvað svona í þeim dúr. Mér finnst þetta bara svo fyndið því að samkvæmt þessu er maður eins og Marcus Paus að spila yfir 2000 nótur á sekúndu!!! Þetta setur eiginlega strik í reikninginn að tónlist sé í rauninni ekki list heldur íþrótt! Hvað finnst ykkur?