Ég er nokkuð nýbyrjaður að spila á gítar, fékk gítar gefins frá
ömmu minni (note. það eiga ótrúlega margar ömmur gítar) og
er eitthvað byrjaður að glamra og gengur svosem ágætlega,
búinn að læra sirca 5 hyper einföld lög.
Ég á heima á akureyri , og svo ég komi nú að því sem ég
ætlaði að hefja umræðu um, hver er reynsla ykkar af
tónabúðinni á akureyri? sjálfur fór ég með fyrrnefndan gítar í
viðgerð um daginn og líkaði ágætlega það sem ég fékk til
baka en hvað veit ég? kannski er þetta rusl búð, kannski ekki
og það er einmitt það sem ég ætla að fá álit ykkar á sem eru
búnir að versla þarna eða hafa heyrt sögur um hana.