Ég vildi bara leiðrétta þessa ljótu stafsetningarvillu mig langar ekki mér langar. Þetta er verra en þegar fólk skrifar “engin” svona “eingin” jæja þetta var nú allt. Með þessar lagaskriftir, ég hef verið að semja lög undanfarið eitt og hálft ár mér til dundurs og hef komist að því að annaðhvort geturðu samið lög eða ekki. Ekkert sem einhver síða segir getur breytt því hvort lögin sem þú semur séu góð eða ekki. Lögin sem ég sem er mjög misjöfn og gæði þeirra fer eftir því hvað ég sem um og hvernig mér líður gagnvart því. Ég meina, hlustaðu á t.d. RATM (rage against the machine).Þar hefur söngvarinn eitthvað að segja og því eru flest lög sem hann semur góð. Og svo hefurðu kónginn hann eric clapton. Eina lagið sem öllum/flestum (ég ætla ekki að staðhæfa) finnst flott er “Tears in heaven” sem var samið um son hans sem féll úr háhýsi við ungan aldur. Það er fallegt lag. Ég ætla að gefa þér eitt heilræði sem er: farðu eftir því sem þér finnst ekki láta aðra hafa áhrif á það sem þér finnst flott. Þegar þú ert búinn að semja nokkur* lög þá kemur ábygglega einhver til þín og segir ,,djöfull er þetta flott lag,hver samdi það?“ og þá getur þú sagt ,,takk, það var ég sem samdi það”. Ég hér með lýk máli mínu.
*nokkur=þá meina ég allt frá 2-3 lögum uppí marga tugi. Just keep trying =)<br><br>Lifi funk-listinn