1 - Fyrir 20-40þ getur þú fengið nokkuð góðan notaðan bassa. Ég mæli frekar með því heldur en að þú kaupir þér nýjan.
2 - Bestu bassarnir eru þeir sem þér finnst hljóma vel og vera þægilegir að spila á. Láttu engan segja þér annað.
3 - 5 strengja er ekki nauðsin, ekki endilega betra og alls ekki ódýrara. Það fer náttúrulega eftir persónulegum smekk hvort þig langar svo í einn eða ekki, en ég held að sem byrjandi hafir þú lítið að gera við svoleiðis.
4 - Hvað ætlarðu að nota magnarann í? Ef þú ætlar bara að æfa þig heima í góðum fílíng dugar hvað sem er, jafnvel lítill gítarmagnari (Passaðu þig bara á að þenja hann ekki). Ef þú ætlar að spila með einhverjum vinum þínum þarftu a.m.k. 60W til að það heyrist eitthvað í þér (Lykilatriðið þar er að fá gítarleikarana til að lækka smá).
Skoðaðu málið bara og finndu það sem að þér finnst þægilegast, ekki kaupa eitthvað af því að það er eitthvað sérstakt merki eða svoleiðis.