Reynsla:
Auðunn heiti ég og hef verið að æfa á gítar í rúm 9 ár. Ég hef unnið með ótal hljómsveitum af öllum stærðum og gerðum, djasssveitum og samspilum, þungarokksveitum, rokkgrúppum, popphljómsveitum, ballhljómsveitum og húshljómsveitum fyrir söngkeppnir.
 
Ég hef ágætis reynslu af upptökum og er með grunnþekkingu á flestöllum upptökubúnaði og hljóðvinnslu. 
 
 
Fyrirkomulag:
Námskeiðin eru 4 - 6 vikur. Kennslan er tvisvar í viku. Klukkutimi í senn. Byrja í júní.
 
Afslappað andrúmsloft þar sem tekin eru fyrir efni samkvæmt eftirspurn nemendans. Í lok námskeiðsins verður boðið upp á upptökudemo af afrakstri kennslunnar sé áhugi fyrir hendi.
 
 
Efnistök:
Hljómar og hljómanotkun
Útileiguspilamennska 101 
Ryþmagítar
Grunntónfræðikennsla 
Hvernig skal lesa TAB-kerfið og hvernig hægt er að nýta sér það við lagasmiðar
Spunakennsla / Að læra að spinna sóló og lead
Lagasmiðar / Hvernig má þróa einfalda hugmynd svo að úr verði fullmótað lag

Get komið í heimahús en er með ágætis aðstöðu í Hafnarfirði.
 
Kostnaður:
• Byrjendanámskeið A -
o 4 kennslustundir – 4 x 1 klst.
o Einu sinni í viku
o Einn mánuður
o Verð: 12.000 kr.
 
• Byrjendanámskeið B – „crash course“
o 8 kennslustundir – 8 x 1 klst.
o Tvisvar sinnum í viku
o Einn mánuður
o Verð: 24.000 kr.

*Athugið að kostnaðurinn sem birtist hér gerir ráð fyrir því að nemendur komi til mín.*

 
Upplýsingar:
Vinsamlegast hafið samband hér:
861-8544
audunn@mr.is