Hey, var að svara nýja póstinum þínum. En já, ég á eiginlega ekkert erfitt með að gera tvennt í einu... Mér líður betur að multitaska.
En ertu viss um að þú finnir taktinn inní þér? Geturðu sungið laglínuna og spilað vinstri? Og öfugt? Ef maður getur ekki sungið það sem maður ætlar að spila þá er ekki sjens fyrir mann að geta spilað það.
Hvað ertu gamall og hvað ertu búinn að spila lengi? Ertu með kennara?
Það er samt alltaf langerfiðast fyrst að koma lagi saman. Prófaðu að læra fyrst vinstri hendina, þannig að þú getir spilað hana án þess að þurfa að hugsa þig um. Lærðu svo laglínuna eins. Svo byrjaru hægt og rólega (t.d. með taktmæli) að koma laginu saman.
Og að lesa nótur og spila um leið er að sjálfssögðu bara þáttur í æfingu. Þú gerir þér vonandi grein fyrir að maður þarf virkilega að leggja hart að sért þegar maður er svona eins og við. Ég þarf að æfa mig amk 2-3 tíma á dag. Og ég get bara spilað í 20 mín í senn því ég þarf að standa upp og hreyfa mig og gera eitthvað annað í svona 5 mín til að geta haldið áfram. Ekki rembast við að halda áfram þegar hausinn á þér er allt annarsstaðar. Taktu þér pásur, en ekki fara í tölvuna eða gera eitthvað annað, bara aðeins teygja úr þér og fá þér vatnsglas eða eitthvað.