Heyrði einhverntíman að Tónastöðin væri með umboðið en er samt ekki viss, þeir hafa allavega ekkert verið að panta inn neitt frá þeim. Persónulega myndi ég bara panta beint af carvin síðunni, ég gerði það sjálfur þegar ég keypti mér 7 strengja carvininn minn.
Frábær þjónusta hjá þeim, hafði bein samskipti bara við sölumann hjá þeim í gegnum email, sérpantaði lit á gítarinn sem var í raun ekki til boða á síðunni sjálfri en sölumaðurinn reddaði því fyrir mig. Eina sem mér fannst mega setja út á var að ég fékk gítarinn í vitlausri tösku. Ég pantaði flotta brúna kassalaga tösku en fékk ódýrari plast tösku í staðin. Ég sendi auðvitað email um hæl og kvartaði en gat ekki fengið töskuna mína, fékk í staðin bara inneign á síðuna þeirra fyrir mismuninum á töskunum... fannst það reyndar frekar lélegt þar sem ég hef ekkert keypt neitt aftur á síðunni þeirra.