Það eru miklu fleiri Rhodes til á Íslandi sennilega nær 15-20 stykki. Þar á meðal á ég eitt. Verðið á þessu er frá 100-150 þús kall og það var eitt til sölu um daginn hjá Gunnari Gunnarssyni organista í Laugarneskirkju ég veit ekki hvort það er selt. Annars bendi ég mönnum bara á eldri umræður um þetta hér á áhugamálinu sem má nálgast með því að leita.
Ég veit um þrjú svona Rhodes á landinu. Jón Ólafs á eitt, Eyþór Gunnars eitt og hljómborðsleikarinn í Url á eitt. Veit að hann keypti sitt á 150 þús….. 'eg held alveg örugglega að ég sé að tala um rétta Rhodes-inn. þ.e.a.s Mk II stage
Það var líka hægt að fá þau fyrir 100-150$ fyrir 10-15 árum þegar Yamaha DX7 þótti það flottast en þau hafa nú hækkað töluvert og vel með farinn Rhodes er ekkert að seljast á 300$ í USA í dag heldur frekar svona 700-900$.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..