Rean er ef eg man rétt dótturfyrirtæki Neutrik.
Langar samt að benda á að ef þú ert að kaupa þetta í miklu magni þá hafa exton verið að selja snúrur með lasermerkingu (spurning hvort maður þurfi að vera að kaupa þær í hundraðatali til að svo sé) sem eru algjörlega solid. Eigum 2-300 snúrur í vinnunni og hef ekki dottið á eina einustu biluðu snúru.
Það er reyndar allt Canare efni með Whirlwind/Neutrik plöggum.. Sennilega ekki alveg það ódýrasta sem þú finnur.
Annars segi ég, ekki spara í snúrum. Fer svosem pínu eftir hvaða gigg þú ert að gera, en ein biluð snúra getur eyðilagt gigg. Stundum er maður “heppinn” og annar overheadinn dettur bara út.. En stundum missir maður söngmic í miðju lagi, nú eða kanski snúruna í hægri hátalarastæðuna.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF