Raimundo 104-R til sölu.
Þessi gítar hentaði mér mjög vel þegar ég gekk í gegnum klassískt nám og er einmitt mjög hentugur byrjenda gítar. Þegar ég var búinn að ganga í gegnum það að nota lítinn gítar lét gítarkennarinn minn mig kaupa þennan gítar og ég er eini eigandi.
Ég skrapp í tónastöðina áðan og þá fékk ég þær upplýsingar að hann hefði koastað 52900 árið 2010, þannig ég set 30.000 á hann.
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?badvid=27375729&showAdvid=27375729&advtype=20#m27375729

Næst er ég að spekúlera hvort það sé einhver áhugi fyrir
Marshall JCM2000 DSL 100 magnara haus og 1060 A cabinet.
Þetta er flott stæða og lítið notuð.
Sem ég best veit eru aðeins 2 eigendur með mér töldum.
Eina skiptið sem hann hefur farið útúr húsi hjá mér var á eitthvað jam fest sem var í eina helgi og ekki var farið neitt illa með hann þar.
http://www.youtube.com/watch?v=Up9xVUvkxD0

Hér er flott myndband af magnaranum.

Er að pæla hvort einhver sé með eitthvað flott í skiptum fyrir magnarann, vantar þá annann magnara minni helst en í svipuðum gæðaflokki.
Endilega hendið á mig tilboðum!