Fjögurra ára, lítið notað Casio Privia hljómborð til sölu. Með því fylgir straumbreytir, standur fyrir nótnabækur og fótstig til að halda tóninum. Hljómborðið er vel með farið og lítið notað og hljómurinn úr því er góður og raunverulegur. Lykklarnir veita viðnám þegar spilað er eins og alvöru píanó. Bókin Music Library Piano Scores I fylgir með en í henni er að finna 59 lög eftir tónskáld eins og Chopin, Bach, Mozart, Beethoven, Liszt, Debussy og Czerny svo dæmi séu nefnd. Hljómborðið býður upp á margt og getur t.d. spilað upptökur af öllum lögunum sem í bókinni eru - hægt er að láta það spila aðra hvora hendina í einu, þá getur maður æft hina. Til að gera langa sögu stutta um valmöguleikana sem boðið er upp á þá skal það sagt að hljómborðið hefur 10 tóna, að auki Reverb og Chorus, getur skipt sér í tvennt með mismunandi tón hvoru meginn eins og til dæmis orgel vinstra meginn og strengi hægra meginn. Annars er það stútfullt af aðgerðum en samt ekki flókið. Get sent mynd af því og fylgihlutum með rafpósti ef óskað er.

Verð: 50.000 kr.

Athugið að sambærilegt hljómborð kostar um 98.989 kr. til fleiri hundruð þúsund krónur.

Rafpóstfang: upplysingar@live.com

Mynd: http://www.google.co.uk/imgres?q=Casio+Privia&um=1&hl=en&sa=N&biw=1440&bih=805&tbm=isch&tbnid=i5LIkkQEY1NlVM:&imgrefurl=http://www.dolphinmusic.co.uk/product/29335-casio-privia-px-310-professional-sound-quality-keyboard-.html&docid=Z2LYItx0J6ZFkM&imgurl=http://www.dolphinmusic.co.uk/shop_image/product/29335-casio-privia-px-310-professional-sound-quality-keyboard–large.jpg&w=440&h=284&ei=cj3xTt2yLYWg8QPamvzUAQ&zoom=1&iact=hc&vpx=471&vpy=310&dur=4899&hovh=180&hovw=280&tx=148&ty=90&sig=104805078387688110301&page=1&tbnh=119&tbnw=185&start=0&ndsp=28&ved=1t:429,r:9,s:0

Sjá síðu hljóðfærahússins: http://www.hljodfaerahusid.is/is/mos/viewProductGroup/42/

Bætt við 2. mars 2012 - 17:35
Græan er seld!