Til sölu:

Gibson GA-20RVT Minuteman 1965 módel

Magnarinn er með 2 rásum, önnur bara clean en hin
er með reverb og tremolo. Með magnaranum er upprunalegi reverb og trem
switchinn sem er mjög illfáanlegur í dag. Magnarinn
er c.a. 12.5-15 w og að sjálfsögðu er gullfallegur
hljómur í þessari elsku. Hef einungis heyrt um tvo
aðra svona hér á landi. Frábært ásigkomulag og búið að
skipta um output transformer(kominn í hann stærri
og betri úr Fender Princeton Reverb frá árinu
'63), ég á original útgangsspenninn þannig að hann
fylgir með.
Hér má sjá mynd af mínu eintaki:
http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/422280_10151325066720291_834135290_22969537_1490516041_n.jpg

Verð: 120.000 Kr.



Reverend Club King P-90 MIA 1996 módel

Gítarinn er með Jason Lollar P-90 pickupa, handsmíðaður í Bandaríkjunum árið 1996, sá sem smíðaði gítarinn vann einu sinni hjá Fender en fór svo útí sjálfstæðan atvinnurekstur vegna þess að honum fannst gæðaeftirlitið ekki nógu strangt hjá Fender.
Gítarinn er Semi-Hollow og er með 3way pickup switch, master tone, master volume og master bass contour control.
Það fylgir hörð taska með honum.

Athugið að gítarinn sem ég er með er USA made frá fyrsta framleiðsluárinu en ekki gerður í Suður-Kóreu eins þeir Reverend gítararnir sem hægt er að fá fyrir 800 dollar á ebay í dag.

Hér má sjá mynd af mínu eintaki:
http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/36193_10150215153890291_834135290_13343475_1665062_n.jpg

Verð: 160.000 Kr.



Fender Stratocaster MIM 2003 módel

Búið er að skipta út upprunalegu pickupunum fyrir Seymour Duncan California 50‘s single coil pickupa, einnig er búið að skipta upprunalegu brúnni út fyrir brú úr amerískum strat. Gítarinn var „relicaður“ örlítið af fyrri eiganda og mér finnst hann töluvert flottari þannig heldur en hann var áður.
Hef prófað marga strata og þessi er klárlega einn af þeim bestu.

Hér má sjá mynd af mínu eintaki:
http://a4.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc7/19071_455016295290_834135290_10874505_6936931_n.jpg
Verð: 100.000 Kr.

Ernie Ball Stereo 25K Ohm Volume Pedal
Hér má sjá mynd af sams konar pedal:
http://static.musiciansfriend.com/derivates/18/001/191/148/DV016_Jpg_Large_152104.jpg

Verð: 12.000 Kr.



Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að fá að prófa þessar græjur alla virka daga eftir klukkan 15:00. Þeir sem hafa áhuga á þessu dóti geta haft samband við mig í einkaskilaboðum eða í síma 846-7860. Þeir sem ekki hafa áhuga á þessu dóti mega sleppa því að kommenta.

Kv. Páll Sólmundur – S: 846-7860