Nokkurra ára gamall Ibanez Prestige til sölu.
Með fylgir:
* Sveif
* Sexkantar
* Ibanez-gítartaska (harður kassi - ekki þetta pokadrasl)
Um gítarinn:
Þetta er hágæða Ibanez gítar enda rándýr. Hálsinn er þunnur eins og þeir gerast bestir svo það er virklega þægilegt að spila á hann, sérstaklega hraða kafla, og þvergripin þreyta mann ekki. Hann er 24 banda og hefur volume og gain hnúða og 5 stillingar fyrir pickup-ana (tveir humbucker og einn single coil pickup).
Endilega bjóðið í gítarinn hér á síðunni en ég tek það fram að ég læt hann aldrei fyrir minna en 60.000 kr, en hæstbjóðandi mun annars hljóta hann og fylgihluti.
Hér má sjá mynd af þessari tegund:
http://www.google.co.uk/products/catalog?hl=en&q=Ibanez+Prestige&rlz=&um=1&ie=UTF-8&tbm=shop&cid=14226413336804759535&sa=X&ei=_2ZLT5W_LonW0QXqh_SrDg&ved=0CI4BEPICMAY#
Þarna er verið að selja þá á 177.000 til 190.000 kr.
Svipaðar töskur eru á sölu hjá Hljóðfærahúsinu á 16.000 til 30.000 kr. Sjá: http://www.hljodfaerahusid.is/is/mos/viewProductGroup/69/
Get sent myndir af gítarnum í tölvupósti ef þess er óskað. Einnig er fólk velkomið að koma og kíkja á hann.