Sælir.

Er með þennan eðalgrip sem ég væri til í að skipta út fyrir aðeins meiri þungarokkara, er þá einna helst að hugsa um Mesa Boogie eða Peavey. Skoða allt frá þeim og æskilegt væri að þetta sé combo-magnari. (ATH. Ekki Peavey Classic)

Um er að ræða:

Breskan VOX AC30TB m. 2x12 Celestion Greenback keilum. Ég hef heimildir fyrir því að þetta sé síðasti breski AC30 sem var fluttur til landsins, sem gerir hann að sjálfsögðu ennþá merkilegri ;)

Þetta er frábær magnari sem sándar alveg æðislega. Clean-ið er gjörsamlega yndislegt og tekur mjög vel við öllum pedulum. Á móti er Drive-ið líka frábært þegar hann er keyrður vel upp og túburnar fá að vinna fyrir kaupinu. Magnarinn lýtur vel, er í toppstandi og með fylgir Vox Egg Footswitch.

Þessir magnarar eru löngu búnir að sanna sig og eru ótrúlega skemmtilegir!

Ef þið eigið Mesa eða Peavey og langar í AC30 endilega hafið samband.

Viðmiðunarverð er 130.000 -isk. en það er alltaf hægt að ræða það eitthvað frekar.

http://www.voxshowroom.com/uk/amp/ac30tbx.html

Hlö Out!

Bætt við 23. febrúar 2012 - 23:07
Er líka til í að skoða alla Orange, t.d. Tiny Terror!