Balansinn á Gibson Les Paulnum mínum er alveg hárréttur og ég átti fyrir nokkum árum síðan Gibson Explorer og það var ekkert að balansinum á honum heldur en mér fannst sá gítar aldrei mjög traustvekjandi einhvernveginn, ég hafði alltaf á tilfinningunni að ef ég ræki hálsinn á honum óvart í eitthvað þá myndi hann brotna frá búknum því mér fannst samskeytin þar sem búkurinn tengist hálsinum ekki mjög sterkbyggð að sjá.
Eini gítar sem ég hef átt þar sem balansinn var verulega slæmur var SG, sá var með svo þungan háls að ef maður sleppti hálsinum þá tók hann dýfu til jarðar, það eru samt alls ekki allir SG gítarar þannig.
Ég er fyrir löngu búinn að týna tölunni á því hve marga rafmagnsgítara ég hef átt um ævina, kannski 30 eða svo í það heila, ég á 3 núna og einn þeirra er Gibson Les Paul Standard, þetta er fyrsti gítar sem ég hef átt svona lengi sem hefur aldrei hvarflað að mér að selja / skipta fyrir einhvern annan gítar.
Eini kosturinn sem Explorer hefur umfram Les Paul er að það er auðveldara að komast lengra upp á hálsinn á Explorer, þetta er eitthvað sem skiptir mig engu máli því ég hef megnustu óbeit á gítarsólóum en fyrir þá sem fíla svoleiðis þá er Explorerinn heppilegri, Explorer er líka með örlítið heitari pickupp en Les Paul (þá á ég við Gibson, það eru sömu máttlausu pickupparnir í flestum Epiphoneum)
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.