Það bætist við upphæðina VSK, flutningskostnaður og að mig minnir 600 krónu “umsýslugjald” frá tollinum, það borgar sig að panta fleiri hluti í einu frá sama seljanda því það mun þýða lægri sendingarkostnaður, virðisauki og bara eitt “umsýslugjald”
Ég lét einusinni senda mér 3 litla pakka með gítarvarahlutum og mér reiknaðist eftirá til að ég hefði getað sparað mér svona 3 til 4000 kall ef þetta hefði allt komið í einni sendingu frá sama sendanda.
Ég keypti einn 3PDT rofa fyrir áramót í Íhlutum, hann kostaði mig 1800 kall, mig minnir að td álhýsingar sem væri hægt að hota utanum effekta kosti á bilinu 3 til 6000 kall hjá þeim, þetta eru bara kassar úr áli, ég smíða svoleiðis sjálfur í skólanum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.