Gítarbúkar eru settir saman úr nokkrum spýtum sem eru límdar / pressaðar saman og það er algengt að framleiðendur taki “ljótustu” gítarana sína og heilmáli þá þeas að ef viðurinn í búknum er úr spýtum með mismunandi kvistum í eða að liturinn á viðarbútunum er mismunandi milli spýtna þá eru þeir gítarar yfirleitt heilmálaðir í lit sem þekur / hylur búkinn, svoleiðis gítar í natural lit væri að öllum líkindum alveg verulega ljótur.
Ég hef séð Epiphone SG sem var búið að strippa málninguna af og búkurinn var samsettur úr 5 spýtum með mismunandi áferð, í ofanálag lágu spýturnar ekki beint til hliðar heldur á ská, þetta var svo ljótt að ég reikna með að eigandinn hafi látið heilmála gítarinn aftur.
Það fer alveg gríðarleg vinna í að strippa málningu af gítar og lakka hann með glæru lakki, það þarf að taka af gítarnum allt hardware og þegar er búið að strippa hann þarf að sprauta hann með nokkrum umferðum af lakki sem þarf að pússa niður og láta þorna milli umferða.
Ég veit ekki hvað gítarsmiðir taka fyrir svona verk en ég er allavega svona 99% viss um að ef þetta sé innan við 100 þúsund krónu gítar þá væri nær að selja hann og kaupa sér frekar annan nýjann eða notaðann í natural finish.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.