Sæl verið þið Hugarar,

ég setti hér inn þráð eitt sinn spurjandi eftir því hversu stóran straumbreyti ég þyrfti fyrir 100w magnara. og svo gat ég ekki notað magnarann vegna þess að mig vantaði box undir hann svo ég beið með að fá mér straumbreyti. Núna mun ég fá box eftir minna en viku frá Thomann og mun ég því þurfa að fá mér straumbreyti fyrir magnarann minn. ég var að skoða á netinu og var að pæla hvort þetta sé nóg, eða hvort ég þurfi betri? og ef ég þarf betri, endilega benda mér á hvernig er bestur :)

http://www.tb.is/?gluggi=vara&vara=7460

svo var ég að spá hvort einhver hér viti hvar ég geti fengið kabal tengi fyrir AC connector með ameríska kló til þess að tengja magnarann við straumbreytinn og svo þaðan í vegginn.

takk fyrir :)