Ég hef verslað tonn af single coil pickups (þar á meðal duncan antiquities) og endaði á ólíklegasta stað (bara af því mér fannst þeir alltaf í einhverju metal dæmi) ég fann pickups frá Dimarzio sem heita Area 58 (nota þá í neck og middle) og Area 61 (nota hann í brigde) þeir eru súper quiet og sánda ótrúlega vel að mínu mati, svona gamalt ekta strat sánd, en þeir eru samt ekki neitt svona high output, meira svona mellow strat, ef þú gúgglar þá á youtube færðu slatta af tóndæmum, ég mæli með Duncan JB humbucker hef alltaf fílað hann í tætlur, og ef þú vilt fá neck pickup meira svona heitan getur þú tekið JB jr sem er JB humbucker í single coil stærð.
En hafandi sagt allt þetta er ekkert eins persónubundið og pickups, fer líka eftir viði og öðru í gítar hvernig þeir sánda, ég get fílað eitthvað í mínum gítar og mælt með því en þegar það er sett í þinn gítar sándar það kannski allt öðru vísi og sökkar :) Eins eru menn með mismunandi magnara effecta og so on. Oft gott samt að reyna að finna svona tóndæmi hjá framleiðanda eða á youtube til að gera sér einhverja grein fyrir hvernig viðkomandi pickup sándar.
Varðandi compressor þá hef ég heyrt góða hluti um MXR Dyna Comp, er sjálfur með Analog Man en þeir eru frekar dýrir. Boss eru samt alltaf líka fínir maður hefur átt flest frá þeim í gegn um tíðina hehe. Vona að þetta hjálpi nú eitthvað en þetta fer náttúrulega eftir hvaða tegund að tónlist þú ert að spila, þetta sem ég var að mæla með er svona í vintage rock kantinum, aðrir vita kannski meira um ef þú ert að spila meira heavy tónlist og þarft meira high output pickups.