ef þú ert kominn með tölvu og hljóðnema þá vantar þig fyrir það fyrsta utanáliggjandi hljóðkort eða einhverskonar millistykki milli tölvunnar og hljóðnemans, slepptu því að kaupa svona zoom græju eða boss br dótið, þú þarft ekki svoleiðis (í bili amk)
ég er að nota lítinn novation x-station syntha sem millistykki/hljóðkort/midikeyboard og syntha, hann er með innbyggða hljóðnemaformagnara og virkar alveg drulluvel, áður var ég að nota lítið M-Audio Oxygen midikeyboard og það var líka með hljóðnemainngangi og var nokkuð skotheld og ódýr lausn í hljóðvinnslu.
Ég tek allt audio upp beint inn í Ableton Live, ég er búinn að vera að nota þann hugbúnað í amk 6 ár og hann alveg svínvirkar, ég nota þann hugbúnað í mestalla hljóðvinnslu og þarf í sjálfu sér ekkert annað, þú getur sótt ókeypis prufuútgáfu af Live á heimasíðuna þeirra en sú prufuútgáfa er verulega beisikk og takmörkuð að mig minnir.
Uppistaðan af þeim hugbúnaði sem ég nota er frítt stöff, ég mæli sérstaklega með öllu þessu dóti..
http://kunz.corrupt.ch/productsAbleton Live er mjög þægilegur og lógískur hugbúnaður til að vinna með en það er samt ágætt að fá einhvern sem kann á hann til að setja hann upp fyrir þig og kenna þér undirstöðurnar, það þarf yfirleitt að “fínstilla” hugbúnaðinn svolítið til að losna við latency þeas að það sem þú takir upp lendi á réttu stöðunum í laginu.