Hefurðu áhuga á seiðandi Suður-amerískri tónlist? Finnst þér salsa, merengue, bachata, cumbia, vallenato, tango o.fl. vera skemmtilegar tónlistarstefnur? Finnst þér gaman að hugsa út fyrir ramman? Spilarðu á eitthvað hljóðfæri? Ég er að leita að ýmsum hljóðfæraleikurum til að stofna skemmtilega hljómsveit til að spila bæði lög annarra sem og frumsamda tónlist. Ég er að leita að: trommu og/eða ásláttarleikara, harmonikkuleikara (helst diatonic eða pentatonic), bassaleikara, hljómborðsleikara, trompetleikara (ft), saxofónleikara (ft), básúnuleikara (ft), bakraddir og/eða aðalraddir, önnur hljóðfæri (hvað sem ykkur dettur í hug og passar) og gítarleikara. Sjálfur heiti ég Tómas Dan og er gítarleikari og söngvari og hef verið dolfallinn af suður-amerískri tónlist frá því að ég fyrst heyrði hana. Ég hef verið í einhverjum hljómsveitum en aldrei fundið það sem mig langaði í þannig að nú ákváð ég að gera heiðarlega tilraun og stofna mína eigin hljómsveit. Þeir sem hafa lesið alla leiðina hingað og hafa áhuga ætla ég að benda á nokkur lög sem eru í þeim anda sem ég hafði hugsað að spila:
http://www.youtube.com/watch?v=QQWrN4ETI2A - vallenato
http://www.youtube.com/watch?v=XtqZHLLY5dU - cumbia
http://soundcloud.com/dan-jonsson/ay-digale - merengue (frumsamið)
http://www.youtube.com/watch?v=XBs2JR_X1LQ - salsa
http://www.youtube.com/watch?v=foyH-TEs9D0 - bachata
ef ykkur líst ennþá á endilega sendið mér póst á tomasdan.jonsson@gmail.com og tölumst við. Takk!