Ég er ekki alveg viss hver nákvæma skilgreiningin á Res-o-glas en ég hef átt nokkra gítara með harðplastbúk (Hagström, Höfnerx2, Yamaha og Danelectro) og hef komist að því að hljómurinn í þeim (og bara yfirhöfuð öllum gítörum) er svona 90% í picköppunum/rafkerfinu, sjálft hljóðfærið er aukaatriði svo lengi sem það er ekki alveg gjörsamlega handónýtt)
En í sem styttstu máli = Danelectrogítarar með lipstick pickuppum hljóma frábærlega og plasthagström með single coil pickuppum sömuleiðis. pickupparnir í Höfnerum eru hinsvegar ekkert skemmtilegir að mínu mati (það voru til tveir upp í Rín síðast þegar ég vissi, annar þeirra var með upprunalegu pickuppin og hinn var held ég örugglega með ný pickupp.
Plastið í búknum + góðir single coil pickuppar + ögn hærra action heldur en flestum væri eðlislægt að nota = virkilega gott sánd, mikið twang og snapp sem hentar mjög vel fyrir rokkabillí eða surftónlist (ég notaði plasthagströminn í nokkur rokkabillílög sem ég tók upp fyrir ca 10 árum síðan og þá átti ég líka 1967 árgerð af Gretsch 6120 og Hagströminn alveg sprændi yfir hann.)
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.