Ég myndi skoða það að kaupa notaða hluti - svo mikið af fólki fer út í hljóðfærahús, tónastöðina eða gítarinn og kaupir sér gítar og magnara fyrir tugi þúsunda, byrja að spila og hætta svo eftir tvær vikur eða eitthvað.
Líka svo oft sem fólk er að kaupa hluti útúr búð og vegna þess að þau eru byrjendur eða hafa ekki reynslu af hljóðfærakaupum borga þau of mikið fyrir hlutina.
Þetta fer út í öll horn hljóðfærakaupa - þegar ég keypti til dæmis mitt fyrsta söngkerfi fór ég út í búð og keypti kerfi á 70þús, sem var í raun allt sem ég hafði efni á þá. En þetta kerfi reyndist bara vera eitthvað 100w passíft drasl sem feedbackaði mikið og hljómaði illa.
Fyrir nokkrum mánuðum keypti ég mér svo notað söngkerfi sem er 500w, actíft, og hljómar æðislega.
Það var einnig á 70þús…
Pointið mitt er - ekki kaupa nýtt stöff nema þú a) sért alveg mindset á að þú munir ekki gefast upp á því að spila eftir nokkra daga eða nokkrar vikur og b) hafir einhvern reyndari með þér út í hljóðfærabúð til að leiðbeina þér, hvað hentar þér best og hvað er sanngjarnt verð fyrir það.
Að lokum vil ég bara segja gangi þér vel og gleðilegan mánudag :)