Ég keypti þennan gítar fyrir nokkrum árum, og þar til núna hefur hann verið aðalhljóðfærið mitt og hefur þjónað mér mjög vel. Ég hef skipt um nokkra hluti í honum: Ég setti rúllubrú í staðinn fyrir upprunalegu brúna, þannig að Bigsbyinn virkar enn betur. Ég setti líka brasshnotu í staðinn fyrir upprunalegu plasthnotuna, sem gerir hann svolítið skærari og meira jangly í opnum hljómum. Svo skipti ég einnig um pikkupa. Ég skipti upprunalegu Gretschbuckerunum út fyrir GFS Dream 180 humbuckera með perlumóður coveri. Þeir eru mun betri á allan hátt en þeir upprunalegu, en ég get einnig látið þá fylgja með. Sama gildir um brúna og hnotuna - get einnig látið upprunalega dótið fylgja.

Ég hafði hugsað mér 100.000 kr. fyrir gripinn. Skipti koma að takmörkuðu leyti til greina. Gæti mögulega tekið góðan reverb pedala upp í. Hef einnig áhuga á Telecaster. Annars bjóðið þið bara eins og þið viljið, annaðhvort hér eða í intomyface@gmail.com.

Myndir hér:
http://imgur.com/a/BvcJG
http://www.gretschguitars.com/products/index.php?partno=2505812517